Af morgunverðarfundi FIE 8. október

Frábær mæting var á morgunverðarfund FIE sem haldinn var í höfuðstöðvum Arion banka hf. þann 8. október.
Þema fundarins var sviksemisáhætta og varnir gegn henni. Óhætt er að segja að erindin hafi í senn verið áhugaverð og fræðandi.

Lædrómur fortíðarinnar til að verja okkur til framtíðar - Hákon Lennart Aakerlund, Öryggisstjóri hjá Arion, fjallaði um hvernig sífellt verður erfiðara fyrir einstaklinga og fyrirtækia að verjast árásum með aðkomu gervigreindar. Eins og of áður er það hin mannlegi breyskleiki sem virðist vera veikasti hlekkurinn við að verjast áhættunni. Þannig verður sífellt erfiðara að greina hvort um t.d. raunverulega sms tilkynningu eða símtal sé að ræða (SMS/call spoofing), hver stendur fyrir þeim, eðli þeirra eða hvaðan þær koma. Hann tók sem dæmi Phishing hilluvöruna Darcula, alþjóðlega Phishing þjónustu - Phishing-as-a-Service (PhaaS) sem nýtir sér gervigreindina.

Einbeittur brotavilji virðist vera allt það sem þarf til að klekkja á grandlausum fyrirtækjum og neytendum þeirra. Hákon birti einnig samanburð af varnarviðbragði Finna við þessum árásum, þ.e. tíðni spoofing árásanna fyrir og eftir að Finna hófu varnir sínar. Eftirstæð áhætta að fengnum mótvægisaðgerðum var sláandi lægri tíðni árása á fyrirtæki og neytendur, sem kom þannig í veg fyrir ómælanlegt tjón. Afar áhugaverð yfirferð.

Sönn íslensk sakamál - Ósvald Jarl Traustason, sérfræðingur í markaðsdeild, kynnti í kjölfarið markaðsherferð Arion um hvernig verjast mætti þeim árásum sem Hákon hafði áður fjallað um. Þar sem veikasti hlekkurinn í frumstæðu áhættunni er einstaklingurinn, þá er fræðsla sterkasta mótvægisaðgerðin. Arion hóf því markaðsherferð með það að markmiði að fræða viðskiptavini sína. Til að vekja sem mesta athygli er henni pakkað í umbúðirnar "Sérstæð sakamál" enda eru þessar árásir saknæmt athæfi. Þá kom Arion á Arion Escape leiknum í sama tilgangi. Frábært framtak Arion sem hefur sannarlega vakið athygli og aukið áhættuvitund einstaklinga og fyrirtækja.

Þróun samvinnu og samstarfs 2. og 3. línu hjá Arion banka - Anna Sif Jónsdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar, tók svo yfirferð á því hvernig samvinna og samstarf 2. og 3. línu hefur þróast á sl. árum. Hún gerði annars vegar grein fyrir þeim kröfum sem IPPF staðlarnir gera um slíka samvinnu og samstarf 2. og 3. línu, sbr. staðal 9.5 um Coordination og Resiliance. Hins vegar hvernig þessar línur hjá Arion hafa stillt sig saman, m.a. með sama áhættuskala og skýrsluformi og sameiginlegu og aðgangsstýrðu skýrslubókasafni eftirlitseininga.

Samnefnari allra erinda af þessum morgunverðarfundi er að leita mótvægisaðgerða við áhættunni, vinna saman og koma hreint fram.

Stjórn FIE þakkar fyrir skemmtilegan morgun, fyrirlesurum fyrir áhugaverð erindi og Önnu Sif sérstaklega fyrir að opna dyrnar enn og aftur fyrir félagsfólki okkar.

Sjáumst næst í húsakynnum Seðlabanka Íslands þann 20. nóvember!!
Kveðja, stjórn FIE

Gestur Páll Reynisson hlýtur CIA fagvottun

Gestur Páll Reynisson hlaut CIA vottun hjá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda í júní s.l. eftir að hafa lokið prófum í maí. Gestur Páll er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í stjórnsýslufræði frá sama skóla. Gestur Páll hefur starfað sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og lögfræðisviði Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016. Áður starfaði Gestur m.a. hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð og var einn höfunda úttektarskýrslu um Orkuveitu Reykjavíkur (2012). Þá hefur Gestur Páll sinnt stundakennslu frá árinu 2011 við stjórnmálafræði- og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Við óskum Gesti hjartanlega til hamingju með fagvottunina!!

Skráning á morgunverðarfund hjá Arion banka 8. október 2025

Innri endurskoðun Arion banka býður á morgunverðarfund þann 8. október n.k.

Dagskrá fundarins

How do we learn from the past to defend ourselves in the future?  Fyrirlestur um netsvik og hvernig þau hafa þróast. 
Hákon Lennart Aakerlund, Öryggisstjóri hjá Arion banka.  

Sönn íslensk sakamál,
Ósvald Jarl Traustason sérfræðingur frá markaðsdeild Arion banka segir frá herferðinni.

Þróun samvinnu og samstarfs 2. og 3. línu hjá Arion banka.
Anna Sif Jónsdóttir innri endurskoðandi Arion banka og gestir.

Arion banki, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Miðvikudagur 8. október 2025
Kl. 8:30 - 10:00
CPE: 1,5

Veitingar í boði
Frír viðburður

Skráning fer fram hér

Uppfærsla á kerfum IIA – 25. – 29. september

Kæru félagar

Fyrirhuguð er uppfærsla á kerfum IIA. Hún mun eiga sér stað tímabilið 25. - 29. september nk. (fimmtudagur til mánudags) og á þeim tíma munu öll kerfi IIA liggja niðri.

Athygli félagsmanna er vakin á niðritíma kerfanna, einkum þeirra sem eru þessa dagana að nota Certification Candidate Management System (CCMS) sem mun þá einnig liggja niðri á þessum tíma. Til að forðast raskanir af þessum völdum er hér tækifæri til að bregðast við í tæka tíð. IIA býður félögum sínum enn fremur upp á aðstoð á þessum tíma ef þarf (https://www.pearsonvue.com/us/en/iia.html#contact).

Kerfin verða svo komin upp aftur kl. 13:00 mánudaginn 29. september (9:00 am ET).

Kær kveðja,
Stjórn FIE

Fræðsludagskrá haustsins 2025

Kæru félagsmenn,

Í haust verður boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla fræðslu. Námskeiðin fara fram á netinu, nema annað sé tekið fram, og eru kennd af reynslumiklum sérfræðingum á sviði innri endurskoðunar, áhættustýringar og stjórnarhátta.

17. september 2025 kl. 16:00 – Á netinu
Beyond Compliance: Driving Impactful Change as Public Sector Internal Auditorsmeð Harriet Richardson, Pamela J. Stroebel Powers og Sharon Clark

23. september 2025 kl. 09:00 – Á netinu
Radical reporting – með Sara I James

7.–8. október 2025 – Í Osló
2-Day Advanced Operational Risk Workshop – með Elena Pykhova

8. október 2025 – Í Arion banka
Fræðsluviðburður

13. október 2025 – Á netinu
Master the Art of Strategic Influence: Political Savvy for Internal Audit Leaders – með James Paterson

14. október 2025 – Á netinu
Working with other assurance providers, coordination and effective assurance mapping – með John Chesshire

15.–16. október 2025 (4 klst. báða dagana) – Á netinu
An introduction to artificial intelligence for internal auditors, Level 1 – með Stephen Foster

20.–21. október 2025 – Á netinu
Mastering Integrated GRC Frameworks – með James Paterson

23. október 2025 (4 klst.) – Á netinu
AI for IA Beyond the Basics, Level 2 – með Stephen Foster

17. nóvember 2025 – Á netinu
Looking at Audit Ratings and Opinions for Today’s High-Stakes Environment – með James Paterson

20. nóvember 2025 – Á netinu
Strategic Audit Planning: Mastering Best Practices reflecting the new GIAS – með James Paterson

24. nóvember 2025 – Á netinu
Developing an effective Quality Assurance and Improvement Program (QAIP) and getting the most from an External Quality Assessment (EQA) – með John Chesshire

Nánari upplýsingar um öll námskeiðin má finna með því að smella á hlekkina hér að ofan.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta tækifærið til að sækja sér fróðleik og efla faglega hæfni sína.

ℹ️ Skráningar- og greiðsluhlekkur verður auglýstur sérstaklega síðar. Félagsmenn fá jafnframt sérstakan afsláttarkóða fyrir námskeiðin.

Íslenskt nám á háskólastigi í innra eftirliti

Kæru félagar!! Það er nú ekki á hverjum degi sem sem nám á háskólastigi í innra eftirliti - innri endurskoðun og regluvörslu býðst hér á landi. Það er hins vegar að gerast þessi misserin!!!

Bifröst University býður nú í haust upp á örnám á sviði innri endurskoðunar og regluvörslu. Reynsluboltarnir Sif Einarsdottir og Rut Gunnarsdottir eru kennarar í þessu námi en þær eru hvor um sig með reynslumeiri sérfræðingum í sínu fagi hér á landi. Það kemur enginn að tómum kofanum þegar þær eru annars vegar.

Fyrir þá sem spyrja sig "hvað er örnám?" þá er hægt að skoða það hér Örnám - Háskólinn á Bifröst

FIE fagnar þessu framtaki auðvitað heilshugar og hvetur félaga í faginu (og vitanlega aðra faglega forvitna) til að kíkja á það hlaðborð þekkingar sem hér er boðið upp á Innra eftirlit - innri endurskoðun og regluvarsla - Háskólinn á Bifröst!!

Kveðja, stjórn FIE

Næstu viðburðir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com